PAGO skólinn, námskeið og kennslu-myndbönd
LÆRÐU AÐ BYGGJA ÚR DURISOL KUBBUNUM.
Sjá hlekki hér að neðan þar sem hægt er að skrá sig á næstu námskeið.
Hluti hvers námskeiðs er verklegur og þar gefst þátttakendum færi á að meðhöndla byggingarkubbana. Þá er farið yfir ýmsa eiginleika þeirra eins og brunaþol, þol gagnvart raka og myglu, hljóðvist og einangurnargildi. Fjallað verður um aðferðir við byggingu húsa úr kubbunum og kynntur kostnaður.
Hér að neðan má sjá nokkur myndskeið frá byggingu íbúðakjarna fyrir Hafnarfjarðarbæ. Húsið er ríflega 500 fm og í því eru sex íbúðir ásamt sameiginlegu rými og aðstöðu fyrir starfsfólk.
Allir burðarveggir og útveggir hússins með einangrun, járnabindingum og steypuhellingu voru reistir með byggingarkubbum frá PAGO Húsum á um það bil fjórum vikum. Fyrsti steinninn var lagður í lok febrúar, þannig að veggir hússins risu í mars mánuði 2020 gegnum gular og appelsínugular veðurviðvaranir.
Myndskeiðin hér að neðan gefa innsýn í það hvernig staðið var að byggingu þessa tiltekna húss.