PAGO skólinn, námskeið og kennslumyndbönd

Lærðu að byggja úr Durisol kubbunum. Námskeiðið er ókeypis og opið fyrir alla. Það verður haldið 3. SEPTEMBER 2020 hjá Iðunni fræðslusetri, Vatnagörðum 20 í Reykjavík.

Hluti námskeiðsins er verklegur þar sem þátttakendum gefst færi á að meðhöndla kubbana og byggja úr þeim.  Farið verður í ýmsa eiginleika eins og brunaþol, þol gagnvart raka og myglu, hljóðvist og einangurnargildi. Fjallað verður um aðferðir við byggingu húsa úr kubbunum og kynntur kostnaður.

SJÁ HÉR AÐ NEÐAN SVIPMYNDIR FRÁ PAGO SKÓLANUM SÍÐLA ÁRS 2019. Á þesu námskeiði var ákveðið að byggja 15 fermetra hús með hurð og nokkrum gluggum. Húsið var í kjölfarið flutt að Öldugötu 45 í Hafnarfirði þar sem verið er að byggja um 500 fermetra sambýli fyrir Hafnarfjarðarbæ.

Steypuhelling

Fyrsta hleðsla útskýrð

Kubbar sagaðir

Frágangur yfir glugga

Komið að þaki

Járnabindingar

Hlaðið í kjölfar steypu

Hleðsla

Close Menu