Byggingar úr Durisol kubbum

DURISOL BYGGINGARKUBBARNIR HENTA VEL TIL AÐ REISA MARGS KONAR BYGGINGAR

Kubbarnir hafa í marga áratugi verið notaðir til að byggja all frá bílskúrum upp í margra hæða fjölbýli eða stærri húsnæði ætluð fyrirtækjarekstri

Kubbarnir eru mjög hljóð og hita einangrandi byggingarefni, sem brennur ekki. Þeir eru endingargóðir og hversu auðvelt það er að byggja úr þeim gerir þá að mjög svo aðlaðandi kosti fyrir bæði verktaka og einnig þá sem kjósa að byggja sjálfir. 

Durisol kubbarnir eiga sér 80 ára árangursríka sögu og eru hús víða um heim sem bera þess vitni.  Sem dæmi um byggingar sem reistar hafa verið úr kubbunum má nefna  yfir 20 hæða hótel, skólahús, elliheimili, einbýlishús, raðhús, parhús, margra hæða fjölbýli o.m.fl.

 

Orkusparandi skrifstofubygging

Þessi tveggja hæða 560 fermetra skrifstofubygging er reist úr Durisol kubbum og svo klædd að utan með viðarklæðningu. Þetta hús er hannað og byggt sem svokallað ,,Passiv hús” eða það sem við myndum kalla orkusparandi hús. Kyndingarkostnaður fyrirtækisins sem rekur starfsemi sína í húsinu hefur lækkað verulega, en það má sjá einhverja úttekt á þessari byggingu hér í veftímaritinu issuu á bls 52 til 57: https://issuu.com/passivehouseplus/docs/i7_ph__irl/57  

Hjón á eftirlaunum byggðu þetta hús á 14 mánuðum án aðkeyptrar aðstoðar

Hjónin Terry og Olwen Waite-Brown fengu verðlaun fyrir þetta hús í bresku þáttunum Grand Design. Gólfflötur þess er 124 fm. Þrátt fyrir það að hjónin séu komin á eftirlaun fannst þeim auðvelt að byggja húsið. Þau eru líka mjög ánægð með það hve vel einangrað húsið er og eftir fyrsta veturinn hefur komið í ljós að ekki hefur verið þörf á því að kynda húsið nema  8 tíma á dag, þess á milli hefur það haldið varmanum inni að mestu leyti. Hitinn lækkar um 2 gráður á 16 tímunum milli þess sem kveikt er á kyndingunni.

The Daily Telegraph Homebuilding & Renovating verðlaunin 2016

Hér má sjá hús sem byggt var úr Durisol kubbum. Það stendur við strönd í Englandi og vildu eigendur að  útlit hússins væri í góðri sátt við nærumhverfi sitt. Neðri hlutinn er því þakinn grjóti sem er tekið af ströndinni og sett í gabion vírkörfur. Þær voru svo festar við húsið sem tengdi þannig betur við ströndina. Efir hluti hússins er úr timbri. Húsbyggjendur voru 10 mánuði að klára húsið að fullu.  

Sambýli sem verið er að byggja á vegum Hafnarfjarðarbæjar

Þetta sex íbúða hús verður um 500 fermetrar og er verið að reisa það þessa dagana. Auk íbúðanna verður sameiginlegt rými og aðstaða fyrir starfsfólk í húsinu.  Í tilboðsfasanum fékk útfærsla þessa húss hæstu einkunn hjá þeim aðilum sem stóðu að úrvinnslunni fyrir bæinn. Byggingarefnið er að 80% hluta endurunnið, það er hljóðdempandi, hefur gott einangrunargildi og þolir eld í fjóra klukkutíma án þess að brenna. 

Loftmynd af svæðinu snemma í ferlinu (byrjun mars 2020)

Á tímum gulra og appelsínugulra viðvarana frá veðurstofu er samt sem áður gert ráð fyrir því að það muni aðeins taka um þrjár vikur að reisa alla útveggi og burðarveggina með járnabindingum, steypuhellingum og einangrun. 

Hjúkrunarheimili fyrir eldri borgara.

Kröfurnar voru m.a. þær að byggingin þurfti að hafa mikið brunaþol (The Regulatory Reform (Fire Safety) Order 2005 for multiple occupation buildings) og einnig voru gerðar miklar kröfur um að sá hluti byggingarinnar sem neðanjarðar er myndi þola ágang raka í jarðvegi (BS 8102:2009 Code of practice for protection of below ground structures against water from the ground). Þessar tvær kröfur voru megin forsenda þess áð ákveðið var að byggja heimilið með Durisol kubbum.

Skólahús þar sem miklar kröfur voru gerðar um hljóðvist

Þetta skólahús var byggt fyrir börn með  sérþarfir. Það þurfti að byggja skólann á sem skemmstum tíma og hitt var að útveggir jafnt og veggir milli rýma þurftu að standast BB93 reglugerðina um hönnun hljóðvistar í skólum.  Þessar  kröfur voru ástæða þess að Durisol byggingarkubbarnir urðu fyrir valinu sem byggingarefni. Skóahúsið var reist á innan við 5 mánuðum.  

Viðbygging /grunnskóli í Braunton

Þessi 300 fermerta viðbygging færði skólanum þrjár nýjar kennslustofur og snyrtiaðstöðu. Þar sem skólinn er á svæði við á þar sem flóðhætta er var ákveðið að hafa viðbygginguna úr Durisol kubbunum þar sem þeir mygla ekki og sveppir, bakteríur og aðrar lífverur þrífast ekki í þeim. Það er nokkuð hátt til lofts í byggunni hún er þó að öllu leyti laus við bergmál. Einangrun útveggjanna er steinull en innveggir eru ekki einangraðir sérstaklega þeir hafa þó burði til að veita hljóðdempun milli 55 og 57 dB.

Skotklúbbur á þremur hæðum

Eigandi skotklúbbsins byggði húsið ásamt syni sínum. Feðgarnir voru báðir í fullri vinnu á byggingartímanum en náðu samt að reisa bygginguna og klára hena á tveimur árum. Á efstu hæð eru skrifstofur og fundarherbergi, á jarðhæð er móttaka og salur fyrir félaga klúbbsins. Í kjallaranum eru svo riffilskotvellir. Hljóðdempun í kjallaranum er afar góð og kemur það sér vel þegar byssuhvellir glymja í rýminu. 

425 fermetra sex svefnherbergja einbýlishús með fallegt útsýni

Þau sem byggðu sér þetta draumaheimili höfðu hugsað sér að fá utanaðkomandi verktaka til að hlaða útveggi hússins úr múrsteinum. Þegar þau höfðu kynnt sér Durisol kubbana ákváðu þau að byggja úr þeim og það var engin spurning að þau ætluðu að gera það sjálf. Þar sem það var mun ódýrara að klára veggina með Durisol höfðu þau talsverða fjármuni aflögu sem þau gátu nýtt í aðra hluti. 

51 fm viðbygging við nítjándu aldar hús í Worcester á Englandi

Þau sem þarna ákváðu að stækka hús sitt um rúma 50 fermetra voru að leita að efni sem myndi gefa þeim betur einangrað hús og mátti vera óhefðbundin en væri auðveld í framkvæmd. Durisol bygginar- kubbarnir urðu fyrir valinu vegna góðs einangrunargildis þeirra og þess hversu  auðvelt það reyndist að flytja þá á byggingarsvæðið. Viðbyggingin var klædd að utan með sedrusviði.

Hús með mjúkum línum

Það er auðvelt að byggja úr Durisol kubbunum. Byggingar með réttum hornum má reisa á tiltölulega skömmum tíma. Þegar um flóknari byggingar er að ræða þarf að sníða kubbana til í ríkara mæli og tekur það þá lengri tíma. Það eru mörg hús víða um heim dæmi um þann fjölbreytileika sem byggingarkubbarnir bjóða upp á hvað varðar lögun. Hér er dæmi um byggingu með mörgum bogaveggjum.  

Hótel í Kanada

Þetta 26 hæða hótel var byggt að öllu leyti úr Durisol kubbunum árið 1983. Heit sumur og kaldir veðrasamir vetur hafa ekki bitið á byggingunni. Hún stendur sterk og í henni er þar enn í dag starfrækt hótel. 

Durisol hús sem stóð af sér fellibylinn Katrínu

Þetta hús stendur í bænum Pass Christian á suður strönd Mississippi fylkis í Bandaríkjunum. Fellibylurinn Katrina reið þarna yfir árið 2005. Á þeim tíma var Katrína orðin að fjórða og fimmta stigs fellibyl. Fjórða stigs fellibylur er skilgreindur á 209 – 251 km hraða á klst. Af 8000 íbúðarhúsum í þessum strandbæ stóðu aðeins 500 þeirra tiltölulega heil eftir fellibylinn.

Fjölbýli byggt í Austurríki árið 1956  

Fyrir nokkrum árum síðan var ákveðið að einangra fjölbýlið betur, skipta um hurðir og glugga, bæta við svölum á allar hæðir og koma sólarrafhlöðum fyrir á húsinu til þess að nýta með því græna orku. Menn vissu ekki um ástand kubbanna og voru þess vegna viðbúnir því að þurfa að jafna þetta 8 hæða fjölbýli við jörðu. Það kom þó í ljós að Durisol kubbarnir sem húsið hafði verið byggt úr á sínum tíma (loft, veggir og gólf) voru sem nýjir þannig að það var ákveðið að láta skelina halda sér. Myndir og teikningarnar hér útskýra málið betur.