Byggingar úr Durisol kubbum

DURISOL BYGGINGARKUBBARNIR HENTA VEL TIL AÐ REISA MARGS KONAR BYGGINGAR

Kubbarnir hafa í marga áratugi verið notaðir til að byggja allt frá bílskúrum og upp í margra hæða fjölbýli eða stærri húsnæði ætluð fyrirtækjarekstri

Kubbarnir eru mjög hljóð og hita einangrandi byggingarefni og auk þess hafa brunapróf sýnt að veggir úr þeim eru afar eldþolnir. Hús sem byggð eru úr efninu hafa staðið sterk gegnum marga áratugi. Hversu auðvelt það er að byggja úr kubbunum gerir þá að mjög svo aðlaðandi kosti fyrir bæði verktaka og einnig þá sem kjósa að byggja sjálfir. 

Durisol byggingarkubbarnir eiga sér 80 ára árangursríka sögu og eru hús víða um heim sem bera þess vitni.  Hér eru nokkur dæmi um byggingar sem reistar hafa verið úr kubbunum gegnum tíðina. 

 

Búsetukjarni í Hafnarfirði. Loftmynd af svæðinu snemma í ferlinu eða í byrjun mars 2020.
Búsetukjarni i á vegum Hafnarfjarðarbæjar reis á met tíma.

Þetta sex íbúða, rúmlega 500 fm hús er að Öldugötu 45 í Hafnarfirði. Það eru 24 horn ´a húsinu, en allir burðarveggir og útveggir hússins með einangrun, steypu og járnabindingum voru reistir upp að sperrusteypu á fjórum vikum í mars 2020 gegnum gular og appelsínugular veðurviðvaranir. Í tilboðsfasanum fékk útfærsla þessa húss hæstu einkunn hjá þeim aðilum sem stóðu að úrvinnslunni fyrir bæinn. Byggingarefnið sem eru Durisol kubbarnir frá PAGO Húsum er að 80% hluta endurunnið, það er hljóðdempandi, hefur gott einangrunargildi og er mjög eldþolið.

Eiturefnalaust (non toxic) hús

Hjón í borginni Minneapolis í Minnesota fylki í Bandaríkjunum reistu þetta hús. Eiginkonan, Kristin var veik af krabbameini og þau hjónin ákváðu að þau vildu eiga heima í húsi sem væri með öllu laust við eiturefni, þess vegna völdu þau Durisol kubbana sem aðal byggingarefni hússins : https://www.wsj.com/articles/SB10001424052702303830204577448403217938674  Greinin var skrifuð í WSJ sumarið 2012 og þá var Kristin orðin krabbameinsfrí (en húsið var byggt nokkrum árum áður).

ÍBÚÐAKJARNI Á SELFOSSI

Sex íbúða kjarni í byggingu. Sveitafélagið Árborg er að láta reisa um 500 fm byggingu við Nauthaga 2, á Selfossi (2023).  

Orkusparandi skrifstofubygging

Þessi tveggja hæða 560 fermetra skrifstofubygging er reist úr Durisol kubbum og svo klædd að utan með viðarklæðningu. Þetta hús er hannað og byggt sem svokallað ,,Passiv hús” eða það sem við myndum kalla orkusparandi hús. Kyndingarkostnaður fyrirtækisins sem rekur starfsemi sína í húsinu hefur lækkað verulega, en það má sjá einhverja úttekt á þessari byggingu hér í veftímaritinu issuu á bls 52 til 57: https://issuu.com/passivehouseplus/docs/i7_ph__irl/57  

FALLEGT PARHÚS Á GRENIVÍK

340 fm parhús sem reist var á Grenivík 2021. Húsið er með tv0 innbyggða bílskúra. Þrír menn byggðu alla kubbaveggi hússins í dagvinnu á þremur vikum. Húsið hefur fengið mjög góðar umsagnir fyrir frábæra innivist. Húsið er klætt að utan með ljósu og dökku lerki.

Hjón á eftirlaunum byggðu þetta hús á 14 mánuðum án aðkeyptrar aðstoðar

Hjónin Terry og Olwen Waite-Brown fengu verðlaun fyrir þetta hús í bresku þáttunum Grand Design. Gólfflötur þess er 124 fm. Þrátt fyrir það að hjónin séu komin á eftirlaun fannst þeim auðvelt að byggja húsið. Þau eru líka mjög ánægð með það hve vel einangrað húsið er og eftir fyrsta veturinn hefur komið í ljós að ekki hefur verið þörf á því að kynda húsið nema  8 tíma á dag, þess á milli hefur það haldið varmanum inni að mestu leyti. Hitinn lækkar um 2 gráður á 16 tímunum milli þess sem kveikt er á kyndingunni.

VETRARBRAUT Í ÞORLÁKSHÖFN

Raðhúsalengjur í Þorlákshöfn. Skemmtileg og vel hönnuð raðhús í byggingu. Sökklar húsanna eru líka úr byggingarkubbunum frá PAGO.

The Daily Telegraph Homebuilding & Renovating verðlaunin 2016

Hér má sjá hús sem byggt var úr Durisol kubbum. Það stendur við strönd í Englandi og vildu eigendur að  útlit hússins væri í góðri sátt við nærumhverfi sitt. Neðri hlutinn er því þakinn grjóti sem er tekið af ströndinni og sett í gabion vírkörfur. Þær voru svo festar við húsið sem tengdi það þannig betur við ströndina. Efri hluti hússins er úr timbri. Húsbyggjendur voru 10 mánuði að klára húsið að fullu.  

Hjúkrunarheimili fyrir eldri borgara.

Kröfurnar voru m.a. þær að byggingin þurfti að hafa mikið brunaþol (The Regulatory Reform (Fire Safety) Order 2005 for multiple occupation buildings) og einnig voru gerðar miklar kröfur um að sá hluti byggingarinnar sem neðanjarðar er myndi þola ágang raka í jarðvegi (BS 8102:2009 Code of practice for protection of below ground structures against water from the ground). Þessar tvær kröfur voru megin forsenda þess áð ákveðið var að byggja heimilið með Durisol kubbum.

Skólahús þar sem miklar kröfur voru gerðar um hljóðvist

Þetta skólahús var byggt fyrir börn með  sérþarfir. Það þurfti að byggja skólann á sem skemmstum tíma og hitt var að útveggir jafnt og veggir milli rýma þurftu að standast BB93 reglugerðina um hönnun hljóðvistar í skólum.  Þessar  kröfur voru ástæða þess að Durisol byggingarkubbarnir urðu fyrir valinu sem byggingarefni. Skóahúsið var reist á innan við 5 mánuðum.

Viðbygging /grunnskóli í Braunton

Þessi 300 fermerta viðbygging færði skólanum þrjár nýjar kennslustofur og snyrtiaðstöðu. Þar sem skólinn er á svæði við á þar sem flóðhætta er var ákveðið að hafa viðbygginguna úr Durisol kubbunum þar sem þeir mygla ekki og sveppir, bakteríur og aðrar lífverur þrífast ekki í þeim. Það er nokkuð hátt til lofts í byggunni hún er þó að öllu leyti laus við bergmál. Einangrun útveggjanna er steinull en innveggir eru ekki einangraðir sérstaklega þeir hafa þó burði til að veita hljóðdempun milli 55 og 57 dB.

Skotklúbbur á þremur hæðum

Eigandi skotklúbbsins byggði húsið ásamt syni sínum. Feðgarnir voru báðir í fullri vinnu á byggingartímanum en náðu samt að reisa bygginguna og klára hana á tveimur árum. Á efstu hæð eru skrifstofur og fundarherbergi, á jarðhæð er móttaka og salur fyrir félaga klúbbsins. Í kjallaranum eru svo riffilskotvellir. Hljóðdempun í kjallaranum er afar góð og kemur það sér vel þegar byssuhvellir glymja í rýminu. 

425 fermetra sex svefnherbergja einbýlishús með fallegt útsýni

Þau sem byggðu sér þetta draumaheimili höfðu hugsað sér að fá utanaðkomandi verktaka til að hlaða útveggi hússins úr múrsteinum. Þegar þau höfðu kynnt sér Durisol kubbana ákváðu þau að byggja úr þeim og það var engin spurning að þau ætluðu að gera það sjálf. Þar sem það var mun ódýrara að klára veggina með Durisol höfðu þau talsverða fjármuni aflögu sem þau gátu nýtt í aðra hluti. 

51 fm viðbygging við nítjándu aldar hús í Worcester á Englandi

Þau sem þarna ákváðu að stækka hús sitt um rúma 50 fermetra voru að leita að efni sem myndi gefa þeim betur einangrað hús og mátti vera óhefðbundin en væri auðveld í framkvæmd. Durisol bygginarkubbarnir urðu fyrir valinu vegna góðs einangrunargildis þeirra og þess hversu  auðvelt það reyndist að flytja þá á byggingarsvæðið. Þessi viðbygging var svo klædd að utan með sedrusviði.

Durisol hús sem stóð af sér fellibylinn Katrínu

Þetta hús stendur í bænum Pass Christian á suður strönd Mississippi fylkis í Bandaríkjunum. Fellibylurinn Katrina reið þarna yfir árið 2005. Á þeim tíma var Katrína orðin að fjórða og fimmta stigs fellibyl. Fjórða stigs fellibylur er skilgreindur á 209 – 251 km hraða á klst. Það skall einnig 8,5 metra há flóðbylgja á bænum. Af 8000 íbúðarhúsum í þessum strandbæ gjöreyðilögðust 7500 þeirra í óveðrinu. 

Hótel í Kanada

Þetta 26 hæða hótel var byggt að  úr Durisol kubbunum árið 1983. Heit sumur og kaldir veðrasamir vetur hafa ekki bitið á byggingunni. Hún stendur sterk og í henni er þar enn í dag starfrækt hótel. 

Orkusparandi hús

Þetta hús var byggt á vesturströnd Bandaríkjanna eftir síðustu aldamót. Í þessu tilfelli var hugað vel að innivist og gengið út frá því að þetta hús væri orkusparandi. Við efnisval var einnig haft í huga að húsið væri á jarðskjálftasvæði og kæmi líka til með að þurfa að standa af sér mikil veður.  Allir þessir þættir gerðu það að verkum að Durisol byggingarkubbarnir urðu fyrir valinu sem aðal efni og uppistaða hússins. NGA Cannon Beach in Fine Homebuilding 2-2006

Burstir

Það er fljótlegt að reisa hús úr Durisol kubbunum og auðvelt að sníða kubbana til þegar um er að ræða burstir og/eða hallandi þök. Það er fjallað nánar um þetta verklag í Durisol handbókinni sem má hlaða niður á undirsíðu www.pago.is undir ,,Vottanir og tækniupplýsingar” 

Hús með mjúkum línum

Það er auðvelt að byggja úr Durisol kubbunum. Byggingar með réttum hornum má reisa á tiltölulega skömmum tíma. Þegar um flóknari byggingar er að ræða þarf að sníða kubbana til í ríkara mæli og tekur það þá lengri tíma. Það eru mörg hús víða um heim dæmi um þann fjölbreytileika sem byggingarkubbarnir bjóða upp á hvað varðar lögun. Hér er dæmi um byggingu með mörgum bogaveggjum.  

Innidíteill

Það getur verið fallegt að leyfa Durisol byggingarkubbunum að njóta sín innandyra. Hér er tímaritsgrein sem fjallar um slíkt dæmi. Þetta er í gamalt skólahús í London sem nýlega hefur verið tekið í gegn og er nú gengið í endurnýjun lífdaga:  http://www.remodelista.com/posts/merrydown-by-mclaren-excell-victorian-school-remodeled-as-minimalist-house/