Endurunnið vistvænt byggingarefni

Það er auðvelt að hlaða hús úr kubbunum. Kerfið er frekar einfalt. Hér að neðan er hægt að sjá helstu gerðir kubba sem þarf í húsið. Framleiðandi gefur út að ein manneskja geti auðveldlega hlaðið 25 fm vegg á einum 8 stunda vinnudegi.

STAÐLAÐUR burðarveggja-kubbur

50cm x 25cm x 17cm. Hver kubbur er 10 kíló.  Þeir eru góðir í eldþolna burðarveggi innan íbúðarrýmis og t.d. kringum innbyggðan bílskúr. Horna/karma kubbur af þessari stærð er lokaður á annarri skammhliðinni.

STAÐLAÐUR burðarveggja-kubbur

50cm x 25cm x 25cm. Hver kubbur er 11 kíló.  Þeir eru sem dæmi góðir í eldþolna hljóðeinangrandi burðarveggi á milli par og raðhúsa. Horna/karma kubbur af þessari stærð er lokaður á annarri skammhliðinni.

STAÐLAÐUR útveggja-kubbur

50cm x 25cm x 30cm. Hver kubbur er 11 kíló.  Einangrunin kemur með i þessum kubbum þegar þeir eru afhentir á verkstað. Horna/karma kubbar af þessari stærð eru lokaður á annarri skammhliðinni. Einangrun í hornakubbnum lögð í L til þess að halda henni heilli þegar veggur er hlaðinn í horn.

STAÐLAÐUR útveggja-kubbur

50cm x 25cm x 37,5cm. Hver kubbur er 15 kíló.  Einangrunin kemur með i þessum kubbum þegar þeir eru afhentir á verkstað. Horna´og karma kubbar af þessari stærð eru með sléttan flöt á annarri skammhliðinni. Einangrun í hornakubbnum lögð í L til þess að halda henni heilli þegar veggur er hlaðinn í horn.

STAÐLAÐUR burðarveggja-kubbur

50cm x 25cm x 45cm. Hver kubbur er 15 kíló.  Einangrunin kemur með i þessum kubbum þegar þeir eru afhentir á verkstað. Horna/karma kubbar af þessari stærð eru lokaður á annarri skammhliðinni. Einangrun í hornakubbnum lögð í L til þess að halda henni heilli þegar veggur er hlaðinn í horn.

Við rennum stoðum undir vistvænar byggingar

PAGO HÚS bjóða byggingarefni sem á sér yfir 80 ára góða reynslusögu viða um heim, en er nýtt á Íslandi. Hús úr Durisol byggingarkubbunum hafa staðið af sér mikla hita, frosthörkur, hörðustu fellibylji, myglu og  aðrar óværur gegnum undanfarna áratugi. Notkun þeirra er afar ákjósanleg útfrá umhverfis sjónarmiðum þar sem kubbarnir eru vistvæn framleðsla sem krefst ekki orkufreks iðnaðar. Durisol kubbarnir eru mjög eldþolnir og það er hagkvæmara að byggja úr þeim en að reista hefðbundinn steyptan vegg. Græn bylting er því í augsýn.

Durisol kubbarnir eru framleiddir úr sérvöldum endurunnum viði sem er tættur í kvörn og síðan steingerður með vistvænum aðferðum þannig að úr verður létt grjót.

Byggingarkubbarnir eru svo gerðir úr 80% af þessu létta grjóti og 20% af vatni og sementi (cem1). Eftir að kubbarnir hafa verið mótaðir eru þeir látnir setja sig og harðna. Í kjölfarið eru þeir heflaðir til svo að hver kubbur sé í réttum hlutföllum og stærð. Að því búnu er einangrun skorin til og sett í útveggjakubbana. Einangrunin kemur því með í kubbunum þegar þeir eru afhentir á byggingarstað.

Stjórnvöld víða um heim kalla eftir grænni leiðum í byggingariðnaði. Vottanir þess efnis eru eftirsóttar svo sem Svansvottun, BREEAM /BRE vottun og fleiri.  Durisol byggingarkubbarnir eru endurunnin vistvæn vara sem hlotið hefur BREEAM vottun. Þess vegna er það óneitanlega ávinningur að nota Durisol kubbana frá PAGO húsum þegar leitað er eftir því að bygging hljóti slíka vottun.

Eigendur PAGO húsa ehf, leggja ríka áherslu á vistvæn gildi og meginstefna félagsins er að veita umhverfisvænum byggingarefnum inn á íslenskan markað. PAGO hús ehf eru með einkaleyfi á sölu og dreifingu Durisol byggingarkubbanna á Íslandi.