Endurunnið vistvænt byggingarefni
Það er auðvelt að hlaða hús úr kubbunum. Kerfið er frekar einfalt. Hér að neðan er hægt að sjá helstu gerðir kubba sem þarf í húsið. Framleiðandi gefur út að ein manneskja geti auðveldlega hlaðið 25 fm vegg á einum 8 stunda vinnudegi.

STAÐLAÐUR útveggjakubbur
Kubbarnir eru 50cm x 25cm x 30cm. Hver kubbur er 12-14 kíló. Á hliðunum er annars vegar “karl” og hins vegar “kerling” þannig að þeir leggjast vel saman ´í hleðslunni. Einangrunin kemur með í kubbunum þegar þeir eru afhentir á byggingar-stað.

KARMA útveggjakubbur
Önnur hlið þessa kubbs er slétt en hin er með svo kallaðri “kerlingu” . Slétta hliðin er gerð sérstaklega til að leggja kubbinn að hurða og glugga-körmum og einnig ofan við hurðir og glugga. Einangrun í öllum útveggja-kubbunum er vistvæn og vottuð steinull.

HORN útveggjakubbur
Þessi kubbur er að lögun eins og SLÉTTI útveggjakubburinn en munurinn á þessum tveimur er sá að einangrunin í þessum HORN kubbi er lögð í L gagngert til þess að halda henni heilli fyrir horn sem hlaðið er úr kubbunum.

STAÐLAÐUR burðarveggja-kubbur
“Þessir kubbar eru 50cm x 25cm x 17cm. Við mælum með þeim til nota í burðarveggi húsanna sem hlaðin eru úr Durisol kubbunum. Lögun hliðanna er annars vegar “karl” og hins vegar “kerling” svo þeir leggjast vel saman ´í hleðslunni.

KARMA burðarveggja-kubbur
Þessi nýtist vel þegar lagt er að hurða-körmum. Það fara járnabindingar og steypa í útveggja og burðarveggjakubbana þegar hús er hlaðið úr þeim. Þegar steypt er í kubbana eftir að hlaðið hefur verið í 1,5 til 2,5 metra hæð er steypuhellt í alla veggina á sama tíma. Þannig bindast burðarveggir útveggjunum og húsið verður að góðri og þéttri heild.
Við rennum stoðum undir vistvænar byggingar
PAGO HÚS bjóða byggingarefni sem á sér yfir 80 ára góða reynslusögu viða um heim, en er nýtt á Íslandi. Hús úr Durisol byggingarkubbunum hafa staðið af sér mikla hita, frosthörkur, hörðustu fellibylji, myglu og aðrar óværur gegnum undanfarna áratugi. Notkun þeirra er afar ákjósanleg útfrá umhverfis sjónarmiðum þar sem kubbarnir eru vistvæn framleðsla sem krefst ekki orkufreks iðnaðar. Durisol kubbarnir eru mjög eldþolnir og það er hagkvæmara að byggja úr þeim en að reista hefðbundinn steyptan vegg. Græn bylting er því í augsýn.

Durisol kubbarnir eru framleiddir úr sérvöldum endurunnum viði sem er tættur í kvörn og síðan steingerður með vistvænum aðferðum þannig að úr verður létt grjót.
Byggingarkubbarnir eru svo gerðir úr 80% af þessu létta grjóti og 20% af vatni og sementi (cem1). Eftir að kubbarnir hafa verið mótaðir eru þeir látnir setja sig og harðna. Í kjölfarið eru þeir heflaðir til svo að hver kubbur sé í réttum hlutföllum og stærð. Að því búnu er einangrun skorin til og sett í útveggjakubbana. Einangrunin kemur því með í kubbunum þegar þeir eru afhentir á byggingarstað.
Stjórnvöld víða um heim kalla eftir grænni leiðum í byggingariðnaði. Vottanir þess efnis eru eftirsóttar svo sem Svansvottun, BREEAM /BRE vottun og fleiri. Durisol byggingarkubbarnir eru endurunnin vistvæn vara sem hlotið hefur BREEAM vottun. Þess vegna er það óneitanlega ávinningur að nota Durisol kubbana frá PAGO húsum þegar leitað er eftir því að bygging hljóti slíka vottun.
Eigendur PAGO húsa ehf, leggja ríka áherslu á vistvæn gildi og meginstefna félagsins er að veita umhverfisvænum byggingarefnum inn á íslenskan markað. PAGO hús ehf eru með einkaleyfi á sölu og dreifingu Durisol byggingarkubbanna á Íslandi.
