Vottanir og tækniupplýsingar

Hér eru nokkrar teikningar sem útskýra ákveðnar útfærslur gegnum byggingarferlið. Teikningarnar hér eru þó aðeins leiðbeinandi og er mikilvægt að leitað sé eftir þjónustu frá löggiltum arkitektum og byggingarverkfræðingum til þess að tryggja rétta útfærslu á öllum þáttum framkvæmdarinnar.

Ný handbók með upplýsingum um eiginleika kubbanna, verklag o.fl. er í vinnslu og verður sett hér inn um miðjan september 2024.

Þar til ný handbók kemur hér inn, er í lagi að hafa samband við skrifstofuna og fá þær upplýsingar sem þörf er á hverju sinni.

Í haust verður svo hægt að fylla inn nafn, netfang & símanúmer hér og hlaða svo handbókinni niður með því að smella á SÆKJA.

VÖRUGÆÐI OG VOTTANIR

Durisol kubbarnir eru umhverfisænir og framleiðsla þeirra krefst ekki orkufreks iðnaðar.

Byggingarkubbarnir hafa hlotið ýmsar viðurkenningar og vottanir meðal annars hina eftirsóttu BREEAM vottun.