Kostir og sparnaður við að nota Durisol byggingarsteina frá PAGO
Með notkun Durisol kubbanna frá PAGO er hægt að ná fram umtalsverðum sparnaði. Það má byggja úr þeim í öllum veðrum sem er góður kostur þegar litið er til íslenskrar veðráttu. Einn helsti kostur Durisol kubbanna er einmitt hve auðvelt og fljótlegt það er að byggja úr efninu. Með góðu verklagi getur ein manneskja hlaðið 25 fermetra vegg á 8 tíma vinnudegi.
Það að einangrunin skuli nú þegar vera í byggingarkubbunum þegar þeir eru afhentir á byggingarstað sparar umtalsverða vinnu sem þarf að fara í þegar sníða þarf einangrun utan á húsið eftir á. Þegar Durisol kubbar frá PAGO eru notaðir við að reisa veggi má reikna með að kostnaður lækki um 20%.
NOKKRIR KOSTIR DURISOL
MIKIÐ BRUNAÞOL
Veggir úr Durisol byggingarsteinunum hafa 180 mínútna (3 klst) vottað brunaþol, sem er mun meira en kröfur íslenskrar byggingarreglugerðar segja til um.
GÓÐ HLJÓÐVIST
Hljóðeinangrun veggja milli t.d. par- og raðhúsa úr Durisol byggingarsteinum er frábær og hefur hún mælst um 60dB. Bergmál er ekki vandamál í Durisol húsum.
UMHVERFISVÆNT
Byggingariðnaðurinn er ábyrgur fyrir um 40% af auðlindanýtingu jarðar. Durisol steinarnir eru að 80% hluta úr efnum sem annars hefði verið fargað. Þeir eru umhverfisvæn byggingarvara sem minnkar kolefnisspor.
VEL EINANGRUÐ ORKUSPARANDI HÚS
Veggir úr Durisol steinum hafa frábært einangrunargildi og hús úr þeim hafa burði til að vera orku-sparandi. Húsin viðhalda vel varma og kyndingarþörf minnkar.
BYGGINGAR ÚRGANGUR MINNKAR
Byggingariðnaður í Evrópu er ábyrgur fyrir u.þ.b. 40% af öllum úrgangi. Umfang úrgangs á byggingarsvæðum minnkar verulega þegar byggt er úr Durisol byggingar-steinunum frá PAGO.
UMALSVERT LÆGRI KOSTNAÐUR
Þegar byggt er með Durisol byggingarsteinum má búast við um 20% lægri kostnaði á hvern fermeter af vegg miðað við hefðbundinn steyptan vegg.
FRAMLEIÐSLAN KREFST EKKI ORKUFREKS IÐNAÐAR
Verksmiðjurnar sem framleiða steinana eru t.d. hvorki hitaðar með kolum eða olíu, heldur er varmi frá framleiðslunni sjálfri látin hita vinnusvæðin.
FLJÓTLEGT AÐ BYGGJA ÚR
Ein manneskja getur hlaðið 25 fermetra vegg á einum átta stunda vinnudegi. Með góðu verklagi má reisa útveggi og burðarveggi 100 fm húss rúmri viku.
LÆGRI FJÁRMAGNS-KOSTNAÐUR
Það er hvorki þörf á mótum né byggingarkrönum þegar byggt er með Durisol byggingarsteinunum frá PAGO.
YFIR 80 ÁRA FARSÆL REYNSLUSAGA
Durisol byggingarsteinarnir eiga sér yfir 80 ára farsæla reynslusögu víða um heim. Byggingar allt frá einbýlishúsum og upp í yfir 20 hæða hótel bera þess vitni.
MYGLA OG AÐRAR ÓVÆRUR ÞRÍFAST EKKI Í DURISOL HÚSUM
Byggingarsteinarnir frá PAGO eru sérstaklega framleiddir úr eiturefnalausum (non-toxic) efnum. Létta grjótið sem fer að 80% hluta í heitpressaða steinana ásamt bindiefni gerir framleiðsluna mjög basíska. Mygla títlur, maurar og aðrar óværur þrífast því ekki í veggjum sem gerðir eru úr Durisol steinunum frá PAGO.
DURISOL
Helsti ávinningur þess að nota Durisol kubbana við að byggja er hve auðvelt og fljótlegt það er að reisa húsið sem sparar tíma. Einnig er kostur að ekki þurfi að nota mót og krana við verkið. Það getur komið í veg fyrir kostnaðarsamar tafir að hægt er að byggja úr kubbunum í hvaða veðri sem er. Það er eftirsóknarvert fyrir íslenskar aðstæður og eðlileg afleiðing þess er minni launakostnaður.
Kubbarnir eru hlaðnir í vegginn án þess að steypt sé á milli þeirra. Það má líkja hleðslunni við Lego kubba þar sem kubburinn er alltaf settur með miðjuna ofan á samskeyti kubbanna í röðinni fyrir neðan. Hliðar kubbanna eru að lögun annars vegar með „karli“ og hins vegar „kerlingu“ þannig að þeir falla þétt saman í hleðslunni. Þess vegna er yfirleitt ekki þörf á því að styrkja samskeyti kubbanna frekar þegar steypunni er hellt ofan í vegginn. Það þarf þó að laska vegginn og styrkja vel þar sem steypuhólf hefur verið sagað sundur.
Það er fljótlegt að byggja úr kubbunum og getur það tekið eina manneskju aðeins um 8 tíma vinnudag að hlaða allt að 25 fermetra vegg. Það að einangrunin skuli vera komin í kubbana þegar þeir eru afhentir á byggingarstað er kostur og sparar þá vinnu sem fara þarf í þegar sníða þarf einangrun og festa utan á húsið eftir á. Þegar Durisol kubbarnir eru notaðir má reikna með að kostnaður per fermeter sé um 20% lægri miðað við hefðbundnar aðferðir við steinsteypt hús.