Saga Durisol

SAGAN

Durisol eru upprunalegu og fyrstu einangruðu byggingarkubbarnir sem framleiddir hafa verið í heiminum. Það voru svissnesku félagarnir August Schnell og Alex Bosshard sem hönnuðu fyrstu kubbanna í Belgíu árið 1937, en það gerðu þeir í framhaldi af fyrsta einkaleyfi á kubbunum sem veitt var í Hollandi árið 1932.

Það var svo árið 1938 að þessir tveir menn stofnuðu Durisol AG nálægt borginni Zurich í Sviss. Það var frá þeirri verksmiðju sem þeir kynntu og seldu efnið bæði á markað í Sviss og einnig til annarra landa í Evrópu. Eftir seinni heimsstyrjöldina uppfylltu þeir þá miklu þörf sem var á markaði fyrir ódýrt húsnæði úr traustu byggingarefni. Það þurfti að vera fljótlegt að reisa húsið og var kostur að teymið sem stóð að byggingunum gat að stórum hluta verið ólærðir aðilar í byggingartengdum greinum. Það nægði ef þeir voru handlagnir og vel færir um að fylgja fyrirmælum sérfræðings á staðnum.

Árið 1959 voru byggingarkubbarnir framleiddir í fleiri löndum í heiminum og var skrifað um þá í blöð eins og Barron´s National Business og Financial Weekly. Það kom fram að þessir frábæru byggingarkubbar lækkuðu kostnað uppbyggingar um 20 til 30%.

Í dag eru Durisol byggingarkubbarnir framleiddir í fjórtán löndum í fjórum heimsálfum. PAGO HÚS eru með einkaleyfi á dreifingu og sölu Durisol byggingrkubbanna á Íslandi.

              EVRÓPA UM MIÐJA SÍÐUSTU ÖLD

               Durisol byggingarkubbarnir voru mikið notaðir við að endurreisa

               Evrópu eftir seinni heimsstyrjöldina. Kubbarnir hafa sannnað gildi

               sitt gegnum þessa átta áratugi sem liðnir eru frá því að vinnsla með þá hófst.

               Sagan heldur áfram og í dag er íslenski byggingargeirinn farinn að

               nýta sér þetta magnaða byggingarefni.

 

.