UMHVERFISVÆN FRAMLEIÐSLA

Durisol kubbarnir eru framleiddir úr sérvöldum endurunnum viði sem er tættur í kvörn og síðan steingerður með vistvænum aðferðum þannig að úr verður létt grjót.

Byggingarkubbarnir eru svo gerðir úr 80% af þessu létta grjóti og 20% af vatni og sementi. Eftir að kubbarnir hafa verið mótaðir eru þeir látnir setja sig og harðna. Í kjölfarið eru þeir heflaðir til af nákvæmni svo að hver kubbur sé í réttum hlutföllum og stærð. Að því búnu er einangrun skorin til og sett í útveggjakubbana. Hér eru myndir af útveggjakubbi og kubbi sem notaður er í burðarveggi.

VISTVÆNNI HEIMUR

Stjórnvöld víða um heim kalla eftir grænni leiðum í byggingariðnaði. Vottanir þess efnis eru eftirsóttar svo sem Svansvottun, BREEAM /BRE vottun og fleiri.  Durisol byggingarkubbarnir eru endurunnin vistvæn vara sem hafa fengið BREEAM vottun. Þess vegna er það óneitanlega ávinningur að nota Durisol kubbana þegar leitað er efti því að bygging hljóti slíka vottun.

Eigendur PAGO Húsa ehf, leggja ríka áherslu á vistvæn gildi og meginstefna félagsins er að veita umhverfisvænum byggingarefnum inn á íslenskan markað. Pago Hús ehf eru með einkaleyfi á sölu og dreifingu Durisol byggingarkubbanna á Íslandi.

DURISOL BYGGINGARKUBBARNIR HENTA VEL TIL AÐ REISA MARGS KONAR BYGGINGAR

Það er upplagt að nota Durisol kubbana frá PAGO HÚSUM til að reisa hvers konar byggingar. Allt frá því að byggja bílskúr og upp í margra hæða fjölbýli eða stór húsnæði ætluð fyrirtækjarekstri.

Kubbarnir eru mjög hljóð og hita einangrandi byggingarefni,sem er einnig afar eldþolið. Hús sem byggð eru úr kubbunum hafa staðist vel tímans tönn og hversu aðuvelt það er að byggja úr kubbunum gerir þá að mjög svo aðlaðandi kosti fyrir bæði verktaka og einnig þá sem kjósa að byggja sjálfir. 

Durisol kubbarnir eiga sér 80 ára árangursríka sögu og eru byggingar víða um heim sem bera þess vitni og má þar telja yfir 20 hæða hótel, skólahús, elliheimili, einbýlishús, raðhús, parhús, margra hæða fjölbýli o.m.fl.

AÐFERÐIN

Durisol kubbarnir eru heppilegir í hvers konar byggingar. Helsti ávinningur þess að nota þá við að byggja er hve auðvelt og fljótlegt það er að reisa húsið sem sparar tíma. Einnig er það mikill kostur að það þarf ekki að nota mót né krana við verkið. Það er hægt að byggja úr kubbunum í hvaða veðri sem er sem getur komið í veg fyrir kostnaðarsamar tafir. Eðlileg afleiðing þess er minni launakostnaður. 

Kubbarnir eru hlaðnir í vegginn án þess að steypt sé á milli þeirra. Það má líkja hleðslunni við Lego kubba þar sem kubburinn er alltaf settur með miðjuna ofan á samskeyti kubbanna í röðinni á undan. Hliðar kubbanna eru annars vegar með „karl“ og hins vegar „kerlingu“ þannig að þeir falla vel saman í hleðslunni. Það er ekki þörf á að styrkja samskeyti kubbanna frekar fyrir steypuhellingu nema þegar kubbur hefur verið sagaður, þá er fínt að laska hann og styrkja þar með steypuhólfið. 

LÆGRI BYGGINGARKOSTNAÐUR

Með notkun Durisol kubbanna er hægt að ná fram sparnaði. Það er hægt að byggja í öllum veðrum sem er  kostur þegar litið er til íslenskrar veðráttu. Einn helsti kostur Durisol kubbanna er hve auðvelt og fljótlegt það er að byggja úr efninu. Tölur frá framleiðanda sýna að það tekur eina manneskju aðeins einn 8 tíma vinnudag að hlaða 25 fermetra vegg.

Það að einangrunin skuli nú þegar vera í byggingarkubbunum þegar þeir eru afhentir á byggingarstað er stór kostur og sparar alla vinnu við að sníða einangrun á bygginguna og festa eftir að veggir hafa verið steyptir.

Þegar Durisol kubbar frá PAGO Húsum eru notaðir við að reisa veggi má reikna með að kostnaður lækki um 20%.

KOSTIR ÞESS AÐ BYGGJA MEÐ DURISOL

 • Lægri byggingarkostnaður
 • Fljótlegt og auðvelt að byggja úr efninu
 • Það er hvorki þörf á mótum né byggingarkrönum
 • Durisol er endurunnin og vistvæn framleiðsluvara
 • Durisol veggur er mjög eldþolinn.
 • Veggir úr Durisol eru mjög vel einangrandi U gildi hafa farið allt í 0.15 w/m2K
 • Hljóðvist Durisol veggja er mjög góð og hefur dempunin mælst allt að 63dB
 • Framleiðslan krefst ekki orkufreks iðnaðar
 • Durisol byggingarefnið mætir kröfum byggingarreglugerðar og gott betur.
 • Einangrunin kemur tilbúin í kubbunum
 • Byggingarúrgangur minnkar verulega.

FRAMLEITT Á 14 STÖÐUM Í HEIMINUM

Durisol byggingarkubbarnir eru framleiddir í Ástralíu, Japan, Kanada, Englandi og víðar.

Byggt er úr kubbunum við ólíkar aðstæður um allan heim og eru mörg tiltæk dæmi um byggingar sem hafa staðið vel tímans tönn. Ástralir glíma við termíta eða hvítmaur, Japanir við jarðskjálfta, Kanadabúar við heit sumur og mjög kalda vetur. Svona má lengi telja, en efnið hefur sannað sig við þessar aðstæður. Það hafa verið reistar allt frá einnar hæðar uppí 26 hæða byggingar úr Durisol kubbunum sem standa sterkar um allan heim.

VÖRUGÆÐI OG VOTTANIR

Durisol kubbarnir eru úr endurunnum efnum og framleiðsla þeirra krefst ekki orkufreks iðnaðar.

Framleiðslan og efnið hafa hlotið ýmsar viðurkenningar og vottanir meðal annars hina eftirsóttu BREEAM vottun.

TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR OG TEIKNINGAR

Hér eru nokkrar teikningar sem útskýra vel ákveðnar útfærslur gegnum byggingarferlið. Teikningarnar hér eru þó aðeins leiðbeinandi og er mikilvægt að leitað sé eftir þjónustu frá löggiltum arkitektum og byggingarverkfræðingum til þess að tryggja rétta útfærslu á öllum þáttum framkvæmdarinnar.

NÁMSKEIР

Næsta námskeið PAGO HÚSA þar sem kennt verður að byggja úr Durisol kubbunum verður haldið þann 24. nóvember 2020 hjá Iðunni fræðslusetri www.idan.is